
Fjögurra laga lausn
Við hjá COCO-MAT sækjum stöðugt innblástur í náttúruna og marglaga undur hennar. Með fjölbreytileika náttúrunnar að leiðarljósi höfum við sett okkur það markmið að bjóða upp á eina bestu svefnupplifun sem völ er á. Rétt eins og trjábolurinn hefur marga árhringi og tréið samanstendur af mörgum lögum, byggir hönnunarstefna og viska okkar á sama náttúrulega grunni. Lögin fjögur veita líkamanum sveigjanlegan og jafnan stuðning og auka þægindi, sem stuðlar að einstökum og djúpnærandi svefni. Hvert lag gegnir sínu hlutverki og styður mismunandi hluta líkamans.

Tríton
Meistaralega handgert með smáatriði í forgrunni. Trítón er er einstakt svefnkerfi, sérhannað til þess að mæta þér og þínum þörfum. Inni í mjúka bómullaráklæðinu er einstök blanda af náttúrulegum efnum sem tryggja þér besta mögulega svefn sem hægt er að fá.