
Orthosomatic gildið
Byggt á hugmyndinni að líkaminn okkar viti náttúrulega hvað er rétt fyrir hann, höfum við þróað mjög teygjanlegar dýnur sem geta lagað sig fullkomlega að hvaða líkama sem er.
Fjölmörgum lögum af náttúrulegum efnum er hlaðið inn í hverja vöru. Enginn málmur er notaður. Sterkari lög með teygjanlegum kókostrefjum styðja við líkamann, á meðan teygjanlegri lög með náttúrulegu latexi fylgja lögun líkamans og faðma hann að sér.
Í staðinn fyrir að láta líkamann þinn laga sig að dýnu með málmefnum, bjuggum við til náttúrulega dýnu sem hlustar á líkamann þinn og breytir sér til þess að styðja við hann. Þetta er kjarni orthosomatic gildisins!

Hérna er ergó-grunnurinn
Skref fyrir skref, eyðum við endalausum tíma í að smíða hvern einasta ergo-grunn með höndunum og setja hann inn í dýnurnar.
Ergó-grunnurinn er sniðugt tól. Sérstök nýjung hönnuð til þess að taka þægindin þín upp um stig. Ergó-grunnurinn er mikilvægasti hluti allra svefnkerfanna okkar. Hann gerir dýnuna botnlausa með því að svara hverri einustu hreyfingu og taka á móti þyngdinni. Botninn er mjög teygjanlegur, hleypir lofti vel í gegn, og styður við líkamann á fullkominn hátt. Skref fyrir skref, eyðum við endalausum tíma í að smíða hvern einasta ergo-grunn með höndunum og setja hann inn í dýnurnar. Hann inniheldur eucalyptus viðarlista sem hvíla sig á þremur eða fjórum rúllum af náttúrulegu latexi. Hver listi er vandlega settur inn í saumaðan vasa.

Upplifðu málmlausan svefn
COCO-MAT býr til handgerðar svefnvörur án málmefna eins og gorna með það að markmiði að bjóða upp á náttúrulegri svefnupplifun. Trúin er sú að gormalausar dýnur eru betri en þær sem eru með gorma. Náttúruleg efni geta veitt líkamanum jafnari stuðning, þau búa ekki til hávaða og endast lengur. Teygjanleiki náttúrulegra efna breytist ekki og stenst tímans tönn, ólíkt gormunum sem missa teygjanleikann sinn hægt og rólega.