
Pýþagoras
Pythagoras er einstætt og nýstárlegt tveggja laga svefnkerfi sem hvílir á gegnheilli eikargrind. Það er sérsniðið að þínum þörfum og hægt er að aðlaga það og breyta eftir aðstæðum. Rúmið samanstendur af sex minni dýnum sem eru án allra málmefna. Þær eru með mismunandi teygjanleika sem svæðaskipta rúminu eftir líffærum. Einfalt er að endurraða dýnunum með því að renna frá hlífinni og færa þær til í allt að 48 mismunandi samsetningar.

Efni
- Náttúrulegur latex gefur meiri teygjanleika, á meðan minna teygjanleg efni eins og kókoshnetutrefjar, kaktus og hestahár tryggja nauðsynlegan stöðugleika ásamt því að stjórna rakamagni.
- Botn dýnunnar er umbúinn föstum eikar-ramma sem verndar botn efnisins og styrkir undirstöðu og endingu.
- Áklæðið, sem er prjónað úr bómul, bætir við teygjanleika dýnunnar og veitir mjúka lúxus tilfinningu. Þar að auki gefur þetta áklæði dýnunni þétt og fágað útlit.

Vöru upplýsingar
- Tvíbreitt rúm úr tveimur sérstökum einbreiðum rúmbotnum samansettum af miklu öryggi.
- Þægilegur rennilás gerir þér kleift að opna rúmið og endurraða einingunum.
- Rúmáklæðið er prjónað úr 100% bómul, aðgengilegt í tveimur litum og gefur þér mjúka lúxus tilfinningu.
- Þú getur valið um tvær týpur af löppum eða hjólum.