COCO-MAT Vottanir

Wool Mark er tákn um gæði og er staðfesting þess að allar ullarvörur með
merkinu séu úr 100% hreinni, nýrri ull.
Allar ullarvörur frá COCO-MAT, sem og Saffron yfirdýnur, samræmast vottun
Wool Mark og innihalda vottaða ull.

Forest Stewardship Council verndar skóga fyrir komandi kynslóðir og stuðlar að umhverfisvænni og samfélags- og efnahagslega hagkvæmri stjórnun skóga heimsins. Viðargrindur- og húsgögn frá COCO-MAT koma frá ábyrgri skógrækt sem uppfyllir 10 meginreglur og 57 staðlaviðmið FSC um vottaða skóga um allan heim.

R.D.S vottun tryggir að dúnn og fiður komi frá öndum og gæsum sem hafa fengið góða meðferð. Þar er átt við að þeim hafi verið gert kleift að lifa heilbrigðu lífi, fylgja meðfæddri hegðun og þjást hvorki vegna sársauka né álags. Birgir Coco-Mat fyrir gæsa- og andafiður er með R.D.S vottun.
OEKO-TEX® Standard 100 er alþjóðlega samræmt og óháð vottunarkerfi sem tryggir að allir efnishlutar svefnvara okkar, þ.e. garn, ofið eða prjónað efni,hnappar, rennilásar og aðrir fylgihlutir hafi verið prófaðir fyrir skaðlegum efnum og séu skaðlausir heilsu manna. Samkvæmt OEKO-TEX® Standard 100 eru gerðar yfirgripsmiklar prófanir á mörg hundruð eftirlitsskyldum efnum sem fylgja ströngum skilyrðum sem uppfærð eru að lágmarki einu sinni á ári og taka mið af aukinni vísindaþekkingu og breytingum á lagaákvæðum.

SFC er leiðandi í greininni og notar umhverfisvænar starfsvenjur í gegnum aðfangakeðjur sínar. SFC stuðlar einnig að eflingu sjálfbærra starfshátta meðal húsgagnaframleiðenda, smásala og neytenda. COCO-MAT er stoltur og virkur aðili SFC og styður áherslu á lykilatriðin þrjú; Fólk, Heim & Hagnað.