
Náttúrleg Efni
COCO-MAT er innblásið af Móður Náttúru og notar einungis náttúruleg og endurvinnanleg efni. Efni eins og bómull, kókos, gúmmí, sjávarþang, eucalyptus, viður, hrossahár, lín, ull, kaktus og Lavander, sótt í Grikklandi og Evrópu.

Bómull
Létt, þægilegt, mjúkt efni sem heldur á okkur hita með því að leyfa líkamanum að anda. Mjúkt efni sem veldur sjaldan ofnæmi. Tekur á móti vatni á skilvirkan hátt.

Kókostrefjar
Ytra hýði hins fræga kókoshnetutrés er massi af þunnum, sterkum trefjum. Þessir trefjar eru dregnir út, mótaðir í lög og notaðir í vörunum okkar eftir að við höfum bætt við náttúrulegum bómul í vökvaformi fyrir aukinn teygjanleika. Kókostrefjar eru frægir fyrir endingu sína og getu til þess að einangra sig, á sama tíma og þeir hleypa lofti inn á skilvirkan hátt.

Náttúrulegt gúmmí
Náttúrulegt gúmmí er sótt úr stofni trésins Hevea og kemur í mjólkurkenndum vökva. Með sígildri og hefðbundinni aðferð er vökvanum síðan breytt í lög af vöru sem er einstaklega teygjanleg. Náttúrulegt gúmmí er virkilega varanlegt og sterkt. Loftgöt hleypa lofti inn og út. Einnig er náttúrulegt gúmmí frægt fyrir að vera fjandsamlegt umhverfi fyrir bakteríur og sýkla.

Sjávarþang
Sjaldgæfur fjársjóður. Sjávarþang nýtur sín best í allsnægtum sjávar og stranda Grikklands. Við söfnum því saman og hreinsum það. Sjávarþang inniheldur iodine sem er mikilvægur eiginleiki í góðri heilsu. Sjávarþang er borið fram í salati á Grikklandi og í sushi úti um allan heim. Einn annar eiginleiki þess er að stoppa ofnæmi, astma og öndunarerfiðleika.

Eucalyptus
Vel þekkt og virt efni fyrir róandi eiginleika þess og einkennandi lyktar. Þessi ilmandi laufblöð hafa lengi verið notuð í lækningarskyni. Þau styrkja ónæmiskerfið, hjálpa öndunarkerfinu og hafa jákvæð áhrif á einbeitingu. Við notum þurrkuð eucalyptus lauf.

Viður
Ævafornt efni sem er þekkt fyrir styrk. COCO-MAT notar sterkan við, án allra aukaefna, sem glansar af þokka, sannleika og fegurð.

Hrossahár
Hrossahár skapar þurrt umhverfi sem hjálpar þeim sem þjást af liðagigt, þökk sé rakastjórnunar eiginleikum þess. Efnið sem við notum kemur frá hári og skotti hestsins. Það er síðan formað í lög og náttúrulegu gúmmíi bætt við fyrir aukinn teygjanleika.

Lín
Lín kemur frá hógværri plöntu en hefur ríka sögu sem eitt eitt besta efni allra efna. Lín-efni eru mjúk, taka til sín vökva og endast vel. Lín er þekkt sem „svala“ efnið, sérstaklega gott fyrir hlýrri árstíðir.

Ull
Þökk sé einstökum einangrandi eiginleikum er ull eina efnið sem getur haldið á okkur hlýju yfir veturna og kælt okkur á sumrin. Þökk sé frábærri getu til þess að taka á móti vökva, getur ull stjórnað rakastiginu í hvaða umhverfi sem hún er í.

Kaktus
Þessi þunga planta hefur verið á jörðinni í næstum því 35 milljón ár. Þrátt fyrir það hefur maðurinn ekki nýtt sér þessa plöntu til fulls. Við notum kaktus í þunnum lögum til þess að stjórna raka og viðhalda þurru umhverfi.

Lavender
Kemur úr ilmandi runnum við hálendi Miðjarðarhafsins. Forfeður okkar kunnu að nota þetta efni. Ilmkjarna olía plöntunnar er mikið notuð í snyrtivörum, ilmvötnum og lyfjum. COCO-MAT notar þurrkaða lavender blómaodda inni í og undir koddum til þess að stuðla að friðsælum svefni og slökun.